Söngvakeppni Sjónvarpsins 07

Söngvakeppni Sjónvarpsins 07

Kaupa Í körfu

"ÉG er mátulega bjartsýnn," segir Trausti Bjarnason sem er kominn í 10 laga úrslit alþjóðlegrar lagakeppni, Song of the Year, með lag sitt "Þér við hlið". Keppnin sem er haldin í samstarfi við tónlistarsstöðina VH1 er gríðarstór og skipta lögin sem keppa um sigurinn, þúsundum. Í upphafi atti lagið kappi við önnur lög í flokknum "Sígild dægurtónlist" en í október var tilkynnt að lag Trausta hefði sigrað í sínum flokki. Keppir hann nú við þau níu lög sem unnu í hinum níu flokkunum og verða úrslitin kynnt á morgun. MYNDATEXTI: Vinsæll - Trausti Bjarnason (lengst til hægri) samdi meðal annars lagið "Segðu mér" sem Jónsi söng í Söngvakeppni Sjónvarpsins á dögunum. Í fyrra lenti lag hans "Þér við hlið" í öðru sæti í keppninni hér heima. Segðu mér Lag: Trausti Bjarnason Texti: Ragnheiður Bjarnadóttir Flytjandi: Jónsi Í úrslit 17. febrúar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar