Gaddakylfan

Gaddakylfan

Kaupa Í körfu

SIGURVEGARI Gaddakylfunnar 2006 var kunngerður í gær við hátíðlega athöfn í Iðnó. Um er að ræða glæpasögusamkeppni Mannlífs og Hins íslenska glæpafélags. Sigurvegarinn í ár er Sigurlín Bjarney Gísladóttir og tók hún við Gaddakylfu ársins úr hendi Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns. Verðlaunasaga Sigurlínar Bjarneyjar heitir "Þjóðvegur 1" og fjallar um glæpahneigðan vörubílstjóra. Í umsögn dómnefndar segir að sagan varpi sýn á óhugnanlegan hugarheim sögumanns og búi yfir sálfræðilegri dýpt. Jafnframt segir að hún hafi skorið sig úr fyrir kraftmikinn stíl. MYNDATEXTI: Sigurlín Bjarney Gísladóttir tekur við verðlaununum fyrir glæpasögu ársins úr höndum Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar