Alliance-húsið í Ánanaustum
Kaupa Í körfu
HÚSAFRIÐUNARNEFND ætlar að beita sér fyrir því að Alliance-húsið í Ánanaustum verði friðað en til stendur að rífa það og byggja sjö hæða blokk. Magnús Skúlason, forstöðumaður nefndarinnar, viðurkennir þó að of seint hafi verið brugðist við en niðurrifið hefur þegar verið samþykkt á deiliskipulagi. Eins og fram kom í grein Helga Þorlákssonar, sagnfræðings, í Lesbók Morgunblaðsins 13. maí sl. var húsið reist á árunum 1924-1925 til að hýsa ört vaxandi og umfangsmikla starfsemi útgerðarfyrirtækisins Alliance. Alliance var stofnað um þar síðustu aldamót af Thor Jensen og fleirum en hann sagði skilið við það nokkrum árum síðar og stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Kveldúlf. MYNDATEXTI:Til stendur að rífa Alliance-húsið í Ánanaustum og byggja sjö hæða blokk. Húsafriðunarnefnd ætlar að beita sér fyrir því að húsið verði friðað.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir