Bláa lónið

Bláa lónið

Kaupa Í körfu

LOKSINS kom sumarið á suðvesturhorni landsins og í gær var ljómandi gott veður og nýttu margir það til útivistar eftir votviðrasama daga. Á slíkum blíðviðrisdögum er tilvalið að skella sér í sund eða í sjóbað í Nauthólsvík og var þar margt um manninn í gær. Aðrir fóru út fyrir mörk höfuðborgarsvæðisins líkt og þær Hilma og Eyrún sem grófu hendur sínar í mjúkri og að sögn meinhollri leðjunni á botni Bláa lónsins og mótuðu úr henni furðufígúrur sem spegluðust í mjólkurhvítu vatninu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar