Blaðamannafélagið

Blaðamannafélagið

Kaupa Í körfu

110 ÁRA afmæli Blaðamannafélags Íslands var fagnað á veitingahúsinu REX við Austurstræti á laugardagskvöld. Á sama tíma var bókin Íslenskir blaðamenn kynnt en í henni koma fram sjónarmið handhafa blaðamannaskírteina 1 til 10 og komu sjö þeirra í hófið og fengu eintak bókarinnar og blómvönd. Þeir eru, f.v.: Gísli J. Ástþórsson (blmsk. nr. 10), Gísli Sigurðsson (blmsk. nr. 6), Sverrir Þórðarson (blmsk. nr. 3), Elín Pálmadóttir (blmsk. nr. 4), Atli Steinarsson (blmsk. nr. 2), Þorbjörn Guðmundsson (blmsk. nr. 1) og Fríða Björnsdóttir (blmsk. nr. 8). Með þeim á myndinni eru Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands, og Birgir Guðmundsson, ritstjóri bókarinnar. Á myndina vantar Braga Guðmundsson (blmsk. nr. 9), Jónas Kristjánsson (blmsk. nr. 7) og Matthías Johannessen (blmsk. nr. 5). Höfundar efnis í bókinni eru Árni Þórarinsson, Ásgeir Tómasson, Birgir Guðmundsson, Björg Eva Erlendsdóttir, Sigurður Bogi Sævarsson, Sveinn Guðjónsson og Þorvaldur Örn Kristmundsson. Hófið markaði lok viðburðalotu á afmælisárinu en fyrr í haust var haldið málþing og pressukvöld. Í hófinu voru léttar veitingar á boðstólum og einnig léku Tríó Björns Thoroddsen og Andrea Gylfadóttir nokkur lög. Blaðamannafélag Íslands er eitt af elstu stéttar- og fagfélögum hérlendis, það var stofnað í nóvember árið 1897. Stofnendur voru sjö ritstjórar þeirra vikublaða sem þá komu út í Reykjavík, en í dag eru félagar í BÍ nær 610 talsins, þar af um 120 í lausamannadeild. Auk lausamannadeildar eru starfandi tvær aðrar sérdeildir innan félagsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar