I Adapt - Lokatónleikar -

I Adapt - Lokatónleikar -

Kaupa Í körfu

HVAÐ er fólk að æsa sig, sagði John Lennon þegar harmakveinið yfir brotthvarfi Bítlanna stóð sem hæst. Þetta er bara enn eitt rokkbandið að leggja upp laupana. Fólk getur bara keypt plöturnar okkar ef þetta er svona mikið mál. Það var hinum kaldhæðna Lennon líkt að bregðast svona við en auðvitað var þetta ekki svona einfalt. Bítlarnir höfðu mikla og margvíslega merkingu fyrir aðdáendurna og þegar maður missir eitthvað sem manni er kært fylgir því sorg. Hið sama gildir um íslensku hardcore sveitina I Adapt, sem fyllti sjö árin á ferlinum, líkt og Bítlarnir. Og þegar sveitin tilkynnti að hún væri hætt í desember síðastliðnum stóð ekki á viðbrögðum MYNDATEXTI Birkir Fjalar Viðarsson söngvari beintengdur við salinn eins og alltaf.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar