Knattspyrnufélagið Fram - 100 ára

Knattspyrnufélagið Fram - 100 ára

Kaupa Í körfu

MIKIL hátíðahöld fóru fram í gær, annars vegar í Víkinni og hins vegar á Framsvæðinu, í tilefni stórafmælis Víkings og Fram en bæði félögin héldu upp á 100 ára afmæli sitt. Víkingar, sem áttu formlega 100 ára afmæli 21. apríl sl., fylktu liði og gengu saman úr Grímsbæ niður í Vík þar sem við tóku alls kyns uppákomur. Á staðnum var hoppkastali, klifurveggur og félagarnir Gunni og Felix mættu til að halda uppi stemningunni í veislunni. MYNDATEXTI Framarar og velunnarar félagsins gæddu sér á feiknastórri köku í tilefni dagsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar