Skylmingar

Skylmingar

Kaupa Í körfu

SÆVAR Baldur Lúðvíksson og Gunnhildur Garðarsdóttir unnu skylmingakeppni karla og kvenna á Reykjavíkurleikunum í Laugardal í gær. Sævar Baldur vann Anton Lagerholm frá Svíþjóð í úrslitaviðureign, 15:10. Gunnhildur hafði hins vegar betur í úrslitum við Ingibjörgu Laufeyju Guðlaugsdóttur, 15:13. Bæði eru þau Sævar og Gunnhildur í Skylmingafélagi Reykjavíkur. Alls voru 17 keppendur í karlaflokki, þar af fjórir erlendir gestir. Hjá kvenfólkinu voru 9 þátttakendur, þar af var einn erlendur. MYNDATEXTI Gráir fyrir járnum Sverðum brugðið á loft í Laugardalnum í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar