Framkvæmdir í Bankastræti

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Framkvæmdir í Bankastræti

Kaupa Í körfu

MIÐBORGARDAGURINN er í dag og verður margþætt hátíðardagskrá í tilefni hans. Dagurinn er haldinn í tilefni evrópskrar samgönguviku sem lýkur á mánudaginn. Frá hádegi til klukkan fjögur í dag verður Laugavegur frá Barónsstíg að Lækjargötu opinn fyrir umferð fótgangandi og hjólreiðafólks en lokaður fyrir bílaumferð. Ýmsir viðburðir verða því á götum úti og því ekki úr vegi fyrir flesta að njóta bæjarlífsins á tveimur jafnfljótum. MYNDATEXTI: Opna á endurnýjaðar götur í miðborginni í dag, á miðborgardaginn, og hafa síðustu dagar verið notaðir til að leggja lokahönd á framkvæmdirnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar