Barnaspítalinn

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Barnaspítalinn

Kaupa Í körfu

Enginn fjárhagslegur ávinningur af sameiningu sjúkrahúsa í Reykjavík en faglegur styrkur jókst FJÁRHAGSLEGUR ávinningur af sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík varð enginn en faglegur styrkur hefur aukist. Frá árinu 1999, þegar Sjúkrahús Reykjavíkur og Landspítalinn störfuðu hvor í sínu lagi, var launakostnaður þeirra samanlagt 12,8 milljarðar króna, en á síðasta ári námu launagreiðslur sameinaðs spítala, Landspítala - háskólasjúkrahúss, 16,6 milljörðum króna. Nemur aukningin 29,5% og ef öll útgjöld eru tekin með í reikninginn jókst kostnaður við rekstur sjúkrahúsanna um sjö milljarða króna, úr rúmum 19 milljörðum árið 1999 í rúma 26 milljarða í fyrra, eða um 36%. Á sama tíma hækkaði almennt verðlag um 17% og launavísitalan um 24%. MYNDATEXTI: Fjölmargir starfsmenn Landspítalans fóru á kynningarfund í gær þar sem skýrslan var kynnt. Hér fremst eru Margrét E. Arnórsdóttir, starfsmaður Ríkisendurskoðunar, Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi, Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, og Ólafur Gunnarsson frá Ríkisendurskoðun

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar