Sekt er kennd Leikfélag Reykjavíkur

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sekt er kennd Leikfélag Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er umfram allt ísmeygilegt sjónarhornið sem setur svip sinn á þetta leikrit Þorvalds Þorsteinssonar. Hann lætur gamminn geisa um vígvöll upplýsingabyltingarinnar en skeytir minna um uppbyggingu verksins - t.d. kemur skýringin á titli verksins aðeins í blálokin. Eins og höfundum sem tóku þátt í leikritasamkeppninni var uppálagt tekur um klukkustund að flytja verkið; tími sem nægir til að sýna ýmsa möguleika margslunginnar hugmyndar, sýna nokkrar spaugilegar hliðar á henni, velta sér upp úr mismunandi aðstæðum og binda einhverskonar endahnút á herlegheitin. MYNDATEXTI: Þetta verk vekur upp vangaveltur um bókasöfn, fjölmiðla og upplýsingamiðlun og það að fylgja leiknum eftir er nokkur hugarleikfimi fyrir áhorfendur," segir Sveinn Haraldsson meðal annars í umsögn sinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar