Guðmundur Breiðfjörð
Kaupa Í körfu
Hann er búinn að sjá tugi þúsunda kvikmynda en er samt alltaf jafnspenntur. "Það er alltaf viðburður þegar ný James Bond-mynd er frumsýnd," segir Guðmundur Breiðfjörð, markaðsstjóri kvikmyndadeildar Senu, sem er einn af fáum Íslendingum sem þegar hafa séð myndina. "Ég hafði mínar efasemdir um að Daniel Craig gæti fetað í fótspor Pierce Brosnan, sem mér fannst frábær Bond, en það reyndust algjörlega óþarfa áhyggur. Craig er frábær, kominn til að vera," segir markaðsstjórinn og var sjálfur tilbúinn að skella sér í smóking fyrir myndatökuna í tilefni frumsýningardagsins en myndin Casino Royal verður frumsýnd í dag í öllum helstu kvikmyndahúsum landsins. MYNDATEXTI: Spenntur - Guðmundur Breiðfjörð bíður alltaf spenntur eftir nýrri James Bond-mynd þrátt fyrir að hafa séð tugi þúsunda mynda á lífsleiðinni.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir