Skartgripir

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Skartgripir

Kaupa Í körfu

Nú er tími glits og gersema að renna upp sem skartrófur allra landa fagna. Hátíðardjásnin eru kvenleg og ljóst að skartgripahönnuðir hafa sótt innblástur til fjórða, fimmta og sjötta áratugar síðustu aldar, rétt eins og fatahönnuðir. Rauður og gylltur hafa verið heitustu litirnir í fatatískunni í vetur og fyrir þessa hátíð ljóss og friðar verða þeir enn meira áberandi. Brons og brúnu tónarnir hafa aðeins betur í kapphlaupinu við hina silfruðu og gráu í tískukapphlaupinu fyrir jólin en þeir síðarnefndu fylgja hins vegar fast á eftir MYNDATEXTI Áberandi Stór hálsmen verða áberandi yfir hátíðarnar. Hálsmen, 2.490 kr. Hygea. Eyrnalokkar, 690 kr. Vero Moda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar