1000 manns þreyta flugfreyjupróf

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

1000 manns þreyta flugfreyjupróf

Kaupa Í körfu

"AUÐVELT væri að halda að ásóknin minnkaði með árunum, það var jú svo mikið ævintýri að fara í flug í gamla daga, en það er alveg ljóst að ferðamennskan heillar enn marga – enda er ævintýrablær yfir þessum bransa," segir Una Eyþórsdóttir, starfsmannastjóri hjá Icelandair, sem hafði yfirumsjón með inntökuprófi fyrir sumarstarf flugþjóna og -freyja sem þreytt var í Háskólabíói í gærmorgun. Um eitt þúsund manns sóttu um sumarstarf hjá Icelandair og um hundrað mun verða boðið starf. MYNDATEXTI: Tilvonandi flugfreyjur? - Ríflega níu hundruð umsækjendur voru um eitt hundrað störf hjá Icelandair við flugþjónustu og þreyttu inntökupróf í Háskólabíói í gærmorgun og þurfti fimm sali undir próftökuna. Á milli þrjú og fjögur hundruð hæstu verða í kjölfarið boðaðir í viðtal.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar