Sigríður Jónsdóttir

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sigríður Jónsdóttir

Kaupa Í körfu

BYLTING hefur orðið í gerð gervihanda undanfarin ár. Fólk sem hefur fæðst fatlað eða orðið fyrir handarmissi á þess kost að fá hendur sem gerðar eru að fyrirmynd hinnar heilu handar einstaklingsins. Sigríður Jónsdóttir hefur verið fötluð frá fæðingu, á hana vantar hægri höndina rétt fyrir neðan olnboga. Hún segir nýjustu gerðir gervihanda hafa í för með sér ólýsanlegan mun fyrir þá sem þurfa á slíkum höndum að halda. Þeir sem sækja um hönd með hágæðaútliti til Tryggingastofnunar ríkisins þurfa hins vegar að skila til stofnunarinnar vottorði frá geðlækni eða sálfræðingi um að þeir þurfi á hendinni að halda til þess að rjúfa félagslega einangrun. MYNDATEXTI Sigríður Jónsdóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar