Arkitektar

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Arkitektar

Kaupa Í körfu

HUGMYND teiknistofanna Alarks og Glámu Kíms að bryggjuhverfinu við Kársnes í Kópavogi er að hluta til innblásin af hönnun sambærilegra hverfa í Hollandi, Svíþjóð og Danmörku. Arkitektarnir Jakob Líndal og Sigbjörn Kjartansson telja að Kársnessvæðið sé bæði tilvalið til uppbyggingar og vel staðsett. "Útsýni er til allra átta ásamt veðursæld og við lítum svo á að íbúðabyggð á þessum stað gæti hæglega styrkt það samfélag sem fyrir er," bendir Sigbjörn á. "Hverfið á að höfða til hins venjulega Kópavogsbúa," segir hann. Jakob segir að skissur að íbúðarhúsum við bryggjuhverfið taki mið af staðsetningu við sjó og þannig megi búast við særoki úr suðvestri þótt suðaustanátt sé ríkjandi á þessu svæði. "Byggðin verður ekki fyrir opnu hafi á þessum stað, þótt að sjálfsögðu séu þættir eins og selta og sjávarrok fyrir hendi," segir Jakob. MYNDATEXTI Bryggjukarlar Arkitektarnir Sigbjörn Kjartansson og Jakob Líndal hugsa til hins venjulega Kópavogsbúa við hönnun bryggjuhverfis á Kársnesi

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar