ÍR hús í Árbæjarsafni

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

ÍR hús í Árbæjarsafni

Kaupa Í körfu

GAMLA ÍR-húsið verður opnað almenningi í Árbæjarsafni á sunnudag klukkan 14 þegar opnuð verður sýning um sögu Íþróttafélags Reykjavíkur í húsinu. Íþróttafélag Reykjavíkur fagnar þeim tímamótum á þessu ári að verða 100 ára og er því vel við hæfi að opna gamla húsið aftur, segir í fréttatilkynningu. Hús þetta stóð á Landkotshæðinni og var upphaflega byggt árið 1897 sem kirkja kaþólska safnaðarins. Árið 1929 fékk ÍR húsið til afnota og var það í notkun sem íþróttahús fram að aldamótunum 2000. MYNDATEXTI: Sögusýning - í gamla ÍR-húsinu í Árbæjarsafni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar