Hlíðarendi

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hlíðarendi

Kaupa Í körfu

VIÐ Valsheimilið á Hlíðarenda munu 300 nýjar íbúðir verða byggðar samkvæmt tillögu að nýju deiliskipulagi sem liggur nú frammi hjá Skipulags- og byggingasviði Reykjavíkurborgar. Á núgildandi skipulagi er aðeins gert ráð fyrir 200 íbúðum og litlu atvinnuhúsnæði. Samkvæmt tillögunni sem nú er í kynningu verður byggt skrifstofu- og verslunarhúsnæði sem nemur 30 þúsund fermetrum og verða hæstu byggingarnar átta hæðir. Þar að auki stendur yfir mikil uppbygging á íþróttamannvirkjum á vegum Knattspyrnufélagsins Vals. Þarna verður því innan skamms komin þétt og blönduð byggð þar sem nú er að mestu opið svæði. MYNDATEXTI: Þétting byggðar Mikil byggð íbúðarhúsa, skrifstofubygginga og íþróttamannvirkja er fyrirhuguð á Hlíðarenda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar