Jónína Bjartmarz

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jónína Bjartmarz

Kaupa Í körfu

Þessi uppákoma ætti að vekja menn til umhugsunar um stöðu þessara mála, þ.e. hvernig hugað er að geymslu og varðveislu þjóðarverðmæta í landinu," segir Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ), en eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær var um tvö þúsund sýnum NÍ fargað að stofnuninni forspurðri eftir að frost fór úr frystiklefa sem stofnunin var með í leigu úti í bæ. Var þar um óbætanlegt tjón að ræða enda sum sýnanna allt að 30 ára gömul og því óafturkræf. Að mati Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra vekur umrætt slys athygli á því hvernig staðið er að geymslu og varðveislu íslenskra menningar- og náttúruminja. Segir hún miður að jafnalvarlegt óhapp hafi þurft til að vekja athygli á aðbúnaði NÍ og safna á hennar vegum. Minnir hún á að öll þau sýni sem geymd eru á vegum stofnunarinnar séu hluti af lögboðnu hlutverki NÍ.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar