Sumar og sól í borginni

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sumar og sól í borginni

Kaupa Í körfu

REYKVÍKINGAR tóku blíðunni í gær fagnandi og þyrptust út á göturnar að heilsa sólinni. Sundlaugarnar iðuðu af lífi, raðir voru út úr dyrum í ísbúðum bæjarins og á hverjum grasbletti mátti finna firnahamingjusama sóldýrkendur. Á Austurvelli virtist meira að segja Jón forseti reigja sig mót sólu á meðan æska landsins hljóp skríkjandi fyrir fótum hans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar