Hrafnista

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hrafnista

Kaupa Í körfu

----- Ég er Svarfdælingur í báðar ættir, annars heimshornaflakkari, segir Sólveig Eggertsdóttir. -Ég verð alltaf Snæfellingur, segir Pétur Sigurðsson. Þar sem maður er fæddur, þar liggja ræturnar. -En ég er ekki fædd í Svarfaðardalnum, bendir Sólveig á. Ég er fædd á Hverfisgötunni. Þar fengum við inni því mamma var komin á steypirinn. Þegar ég var tveggja vikna héldum við norður. Það var farið á hestum og mamma var með mig í fanginu, - hún missti mig ekkert, segir Sólveig, enn þakklát móður sinni. Ég held það sé erfitt að vera giftur Svarfdælingi, lýsir hún svo yfir. -Af hverju? spyr blaðamaður undrandi. -Af því við erum svo miklir Svarfdælingar, segir hún. Það vekur afbrýðisemi - ekki kynferðislega heldur ættjarðarlega. -Ég held það sé óvíða fallegra en í Grundarfirði í Eyrarsveit; fjöllin eru svo falleg að það er alveg sérstakt, segir Pétur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar