Kona með hjól á Miklubraut

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Kona með hjól á Miklubraut

Kaupa Í körfu

Það er hinn mesti óþarfi að láta snjóskafla og ófærð síðustu vikna hindra sig í að komast leiðar sinnar og verður að teljast aðdáunarvert hvernig sumir halda sínu striki hvað sem á dynur. Þetta farartæki er örugglega ekki verra en hvað annað á götum Reykjavíkur nú, en undanfarnar vikur hafa þær margar hverjar frekar minnt á gamla árfarvegi en borgarstræti. Hjólið dugði að minnsta kosti þessari konu sem ferðast af miklum dugnaði, hlaðin pinklum, eftir Miklubrautinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar