Kokkur frá River Café - Matardiskur

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Kokkur frá River Café - Matardiskur

Kaupa Í körfu

Eldhúsið frá River Café Enn á ný leika straumar nútímalegrar ítalskrar matargerðar um veitingasal La Primavera. Steingrímur Sigurgeirsson ræddi við Peter Begg, matreiðslumeistara á River Café, sem sér um eldhúsið næstu daga. PETER Begg, matreiðslumeistari á River Café, einhverjum vinsælasta veitingastað Lundúna, er þessa dagana gestakokkur á La Primavera í Austurstræti. Begg kom til landsins sl. þriðjudag og verður hann yfir pottunum fram til sunnudagsins 19. mars og býður gestum Primavera upp á ýmsa rétti, sem ættaðir eru úr eldhúsi River Café. Það eru þrettán ár síðan þær Ruth Rogers og Rose Gray opnuðu River Café í gamalli vöruskemmu við Thames skammt frá Hammersmith í London. Í upphafi var staðurinn einungis opinn í hádeginu og aðallega nýttur af eiginmanni Ruth, arkitektinum Richard Rogers, og starfsfólki á teiknistofu hans. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar