Afhending gagna -Staðardagskrá 21

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Afhending gagna -Staðardagskrá 21

Kaupa Í körfu

31 sveitarfélag í tilraunaverkefni um Staðardagskrá 21 Snæfellsbær fyrstur til að ljúka verkefninu SNÆFELLSBÆR er eitt af þrjátíu og einu bæjarfélagi sem tekur þátt í tilraunaverkefni um Staðardagskrá 21 á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og umhverfisráðuneytisins. Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur stjórnar þessu verkefni á landsvísu og afhenti fulltrúi Snæfellsbæjar honum niðurstöðu verkefnisins sl. mánudag, fyrst sveitarfélaga. Verkefnið hófst formlega í Snæfellsbæ í byrjun október 1998 og var reiknað með að það tæki 18 mánuði og því lyki 31. mars nk. MYNDATEXTI: Guðlaugur Bergmann, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 í Snæfellsbæ afhendir Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi niðurstöður Snæfellsbæjar en hann er verkefnisstjóri á landsvísu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar