Auður í krafti kvenna

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Auður í krafti kvenna

Kaupa Í körfu

MIKIL og góð þátttaka var í átakinu Dæturnar með í vinnuna sem efnt var til í gær í tengslum við AUÐI í krafti kvenna, verkefni sem miðar að því að auka hagvöxt á Íslandi með því að hvetja konur til atvinnusköpunar. Í Reykjanesbæ létu tólf ungar stúlkur að sér kveða við upphaf bæjarstjórnarfundar er þær komu sér fyrir í sætum bæjarfulltrúa og báru fram tillögu um að bæjaryfirvöld kanni möguleika á að námsefnið Látum drauminn rætast, sem samið var í tengslum við AUÐI í krafti kvenna, verði tekið til kennslu í grunnskólum bæjarins. Tillagan hlaut góðar undirtektir meðal bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, sem látið höfðu stúlkunum eftir stjórnartaumana um stund. Á myndinni má sjá Ellert Eiríksson bæjarstjóra til hægri en í sæti hans situr dóttir hans Guðbjörg Ósk Ellertsdóttir. Til vinstri er Thelma Guðbjörg Theódórsdóttir en hún sat í sæti Jóhanns Geirdals bæjarfulltrúa

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar