Stjórnarráðskaka

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Stjórnarráðskaka

Kaupa Í körfu

Veittar 3 milljónir til rannsóknar á verðmyndun matvöru. myndatexti: Það var létt yfir ráðherrum í upphafi ríkisstjórnarfundar í gær. Boðið var upp á tertu í tilefni af því að síðastliðinn mánudag, 28. maí, var eitt ár liðið frá því að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn endurnýjuðu stjórnarsamstarf sitt og ný ríkisstjórn undir forystu Davíðs Oddssonar tók við völdum. Davíð hefur setið lengst allra samfellt í embætti forsætisráðherra en hann varð fyrst forsætisráðherra í samstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks 30. apríl 1991. Í gær hafði Davíð verið í embætti forsætisráðherra samfellt í 3.318 daga. Tveir íslenskir stjórnmálamenn hafa þó setið lengur samanlagt í stóli forsætisráðherra á ýmsum tímaskeiðum, þeir Hermann Jónasson, Framsóknarflokki, sem var forsætisráðherra samanlagt í 3.731 dag, og Ólafur Thors, Sjálfstæðisflokki, sem var forsætisráðherra í litlu styttri tíma samanlagt, eða í 3.650 daga, í fimm ráðuneytum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar