Krónustríð

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Krónustríð

Kaupa Í körfu

Lágvöruverðsverslanir keppast um að bjóða lægsta verðið Ávextir og grænmeti á krónu kílóið Það var handagangur í öskjunni í þeim verslunum sem heimsóttar voru í gær. Viðskiptavinir Krónunnar og Bónuss fylltu körfur sínar af ávöxtum og grænmeti sem kostaði frá 1 krónu upp í 9 krónur kílóið. MYNDATEXTI: Ágúst Ragnarsson var búinn að kaupa töluvert á tilboði, nokkra kassa af Ora-baunum á krónu stykkið og úrval af grænmeti og ávöxtum. "Ég var við nám í Danmörku og lærði þar að kaupa á tilboðum. Þegar Krónan var opnuð keypti ég egg og kartöflur og núna var hægt að kaupa þar grænmeti, baunir og ýmislegt fleira á hagstæðu verði. Þetta eru góð kaup og baunirnar hafa t.d. geymsluþol fram til ársins 2003." Ágúst segist yfirleitt kaupa þar sem það er ódýrast hverju sinni. En hvað á svo að hafa í kvöldmatinn? "Salat, ekki spurning."Ágúst Ragnarsson var búinn að kaupa töluvert á tilboði, nokkra kassa af Ora-baunum á krónu stykkið og úrval af grænmeti og ávöxtum. "Ég var við nám í Danmörku og lærði þar að kaupa á tilboðum. Þegar Krónan var opnuð keypti ég egg og kartöflur og núna var hægt að kaupa þar grænmeti, baunir og ýmislegt fleira á hagstæðu verði. Þetta eru góð kaup og baunirnar hafa t.d. geymsluþol fram til ársins 2003." Ágúst segist yfirleitt kaupa þar sem það er ódýrast hverju sinni. En hvað á svo að hafa í kvöldmatinn? "Salat, ekki spurning."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar