Breiðholtsskóli

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Breiðholtsskóli

Kaupa Í körfu

Þessir krakkar létu ekki rok og rigningu á sig fá á laugardag heldur mættu galvaskir í pollagallanum á hausthátíð sem þá var haldin í Breiðholtsskóla enda margt um að vera sem ekki mátti missa af. Til dæmis komu lögregla og slökkvilið í fullum skrúða og fengu krakkarnir að skoða bílana þeirra. Sömuleiðis fengu þeir að kynnast veltibíl frá Sjóvá og var það ekki síður eftirsóknarvert. Hátíðin var haldin til að efla samstöðu meðal barnanna í hverfinu og var börnum af leikskólunum í kring boðið að taka þátt í fjörinu. Eldri krakkarnir létu sig ekki muna um að mála þá yngri í framan og er ekki annað að sjá en að skreytingarnar hafi tekist listavel

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar