Guðrún Björk Sigurjónsdóttir útnefnd skyndihjálparmaður ársins

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Guðrún Björk Sigurjónsdóttir útnefnd skyndihjálparmaður ársins

Kaupa Í körfu

GUÐRÚN Björk Sigurjónsdóttir var valin Skyndihjálparmaður ársins af Rauða krossi Íslands á ráðstefnu Neyðarlínunnar í gær. Viðurkenninguna hlaut hún fyrir rétt viðbrögð á neyðarstundu er hún bjargaði lífi tveggja barna í Kolgrafarfirði í apríl 2005. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra afhenti Guðrúnu viðurkenninguna en Rauði krossinn veitti einnig fjórum öðrum einstaklingum viðurkenningu fyrir björgunarafrek á árinu 2005. Guðrún segir að þótt það hafi verið yndislegt að geta bjargað börnunum, þá fylgi þessi erfiði atburður henni alltaf. "En það er alveg æðislegt að fá þessi verðlaun og ég er mjög ánægð með þau," segir hún. Guðrún hafði farið þrívegis á skyndihjálparnámskeið áður en atvikið varð í Kolgrafarfirði. Þar lentu tvö börn, drengur og stúlka, í sjónum og voru hætt komin þegar Guðrún bjargaði þeim á land.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar