Kranabíll sporðreistist í Öskjuhlíðinni

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Kranabíll sporðreistist í Öskjuhlíðinni

Kaupa Í körfu

KRANABÍLL sporðreistist og lenti á Keiluhöllinni í Öskjuhlíðinni í gærmorgun. Engin slys urðu á fólki. Unnið er að stækkun Keiluhallarinnar og var verið að hífa upp steypusíló þegar óhappið varð. Tók þá vogaraflið yfir eins og aðstoðarvarðstjóri slökkviliðsins komst að orði. Kraninn lenti á byggingunni sem skemmdist nokkuð og þurfti tvo krana til að ná honum upp aftur og laga skemmdirnar. Verkamenn sem voru á staðnum náðu að forða sér undan krananum í tæka tíð en litlu mátti muna að sögn lögreglunnar í Reykjavík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar