Lögreglumenn á hjólum
Kaupa Í körfu
ÞAÐ fylgir sumrinu að lögreglumenn á reiðhjólum fara að sjást í höfuðborginni en Lögreglan í Reykjavík á fjögur reiðhjól sem reglulega eru notuð þegar tækifæri gefst til. Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að hjólin séu liður í sýnilegri löggæslu og lögreglan noti þau einkum við störf á útivistarsvæðum og hverfalöggæslu. Eftir að afbrotum hafi farið að fjölga á svæðum sem þessum þótti rétt að nýta það úrræði sem reiðhjólin geta verið. Lögreglan vinnur einnig mikið kynningarstarf og daglega koma hópar skólabarna til Lögreglunnar í Reykjavík til að kynna sér starfsemi hennar. Í gær ræddu lögreglumenn við börn á Austurvelli frá samtökunum Regnbogabörnum en heimsókn þeirra til lögreglunnar er hluti af samstarfi Vinnuskólans í Reykjavík og Öskjuhlíðarskóla.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir