Banaslys á Vesturlandsvegi við Kjalarnes

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Banaslys á Vesturlandsvegi við Kjalarnes

Kaupa Í körfu

ÞRÍR eru látnir og tveir liggja alvarlega slasaðir eftir tvö slys í umferðinni í gær. Fyrra slysið varð kl. 12.40 á Vesturlandsvegi við Kjalarnes þegar tveir bílar sem komu hvor á móti öðrum skullu harkalega saman. Á áttunda tímanum í gærkvöld létust tveir eftir árekstur sem varð á Garðskagavegi rétt utan Sandgerðis. Í árekstrinum sem varð á Kjalarnesi lést stúlka sem var farþegi í öðrum bílnum, en ökumaðurinn, liðlega sextugur að aldri, slasaðist alvarlega og var fluttur á Landspítalann í Fossvogi. Að sögn læknis á gjörgæsludeild var hinn slasaði þar til rannsóknar í gær. MYNDATEXTI: Loka þurfti Vesturlandsvegi við Kjalarnes eftir að jeppi og jepplingur skullu saman. Lögreglan og Rannsóknarnefnd umferðarslysa rannsaka slysið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar