Banaslys á Suðurlandsvegi austan Selfoss

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Banaslys á Suðurlandsvegi austan Selfoss

Kaupa Í körfu

BANASLYS varð á laugardagskvöld á Suðurlandsvegi til móts við afleggjarann að Bollastöðum þegar maður á hesti varð fyrir bifreið sem ekið var austur veginn. Hinn látni hét Magnús Magnússon til heimilis á bænum Hallanda í Árnessýslu. Hann var fæddur 24. júní árið 1945 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. Lögreglan á Selfossi telur að hann hafi látist samstundis. MYNDATEXTI: Bíllinn sem lenti á hrossinu og knapanum skemmdist talsvert við höggið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar