Ölvunarakstur - átak

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ölvunarakstur - átak

Kaupa Í körfu

LÖGREGLAN í Reykjavík verður með sérstakt átak gegn ölvunarakstri í desember. Haukur Ásmundsson, aðalvarðstjóri, sagði að síðastliðið laugardagskvöld hefðu verið stöðvaðir 220 til 230 bílar við Sólfarið á Sæbrautinni. Einn ökumaður var grunaður um ölvun við akstur og færður á lögreglustöð til áfengismælingar. Haukur sagði að á þessum árstíma væru víða haldin jólaboð í fyrirtækjum og margir gerðu sér dagamun á annan hátt þar sem áfengi væri haft um hönd. Því væri aukið við eftirlitið. MYNDATEXTI: Með allt á hreinu - Lögreglan í Reykjavík óskar þess að allir ökumenn sem hún stöðvar í átakinu reynist allsgáðir, eins og ökumaðurinn á myndinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar