Meintir innbrotsþjófar handteknir

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Meintir innbrotsþjófar handteknir

Kaupa Í körfu

LÖGREGLUNNI á höfuðborgarsvæðinu tókst nýverið að stöðva innbrotahrinu sem stóð yfir í seinni hluta janúar. Fimm manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna aðskilinna mála en þeir höfðu brotist inn í bíla, fyrirtæki og heimili. Lagði lögreglan hald á mikið þýfi, einkum geisladiska, hljómflutningstæki og myndavélar. Aðgerðir lögreglu höfðu sín áhrif því mjög lítið var um innbrot síðastliðna helgi. Mennirnir sem hnepptir voru í gæsluvarðhald höfðu verið mjög virkir í innbrotum sínum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar