Lögreglan

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Lögreglan

Kaupa Í körfu

TÆPLEGA fimmtugur karlmaður fannst liggjandi í blóði sínu undir berum himni við Bæjarlind í Kópavogi í gærmorgun og var lögregla kölluð til. Manninum var komið undir læknishendur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Var hann þá meðvitundarlítill og hafði misst mikið blóð að sögn lögreglu. Hafði hann hlotið áverka á höfði og víðar á líkamanum. Lögreglan telur að maðurinn hafi verið búinn að liggja í nokkurn tíma áður en hann fannst. Vegfarandi kom auga á hann og hringdi í lögregluna. MYNDATEXTI: Árás rannsökuð - Lögreglan girti af svæðið og skoðaði aðstæður þar sem maðurinn fannst í Bæjarlind í gærmorgun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar