Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins fær merkta bifreið

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins fær merkta bifreið

Kaupa Í körfu

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson, fékk í gær í hendur merktan lögreglubíl sem hann mun aka á þegar hann er í embættiserindum. Bíllinn er af gerðinni Subaru Legacy, en þetta er liður í að auka sýnilega löggæslu. Á næstunni verður merktum bílum lögreglunnar fjölgað, í samræmi við stefnu um að auka sýnileika lögreglunnar. Um er að ræða minni fólksbíla sem verða með lágmarksbúnaði. Lögreglumenn sem eru að sinna löggæsluerindum verða framvegis meira á merktum bílum en ómerktum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar