Kollafjörður

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Kollafjörður

Kaupa Í körfu

ÞAÐ áttaði sig enginn á þessum haug fyrr en við lentum í honum," sagði Reynir Jóhannsson, bílstjóri rútunnar sem ekið var inn í aurskriðu á Vesturlandsvegi í Kollafirði í fyrrinótt. Reynir sagði að sem betur fer hefði hann verið búinn að draga mikið úr ferðinni vegna þess að hann sá að bíl var snúið við á veginum. Var honum síðan ekið á móti rútunni með háu ljósin á. Vissi Reynir síðan ekki fyrri til en hann var kominn inn í skriðuna. Rúmlega 60 manns, aðallega starfsmenn Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi, voru í rútunni og voru meiðsl á fólki minniháttar. Farþegarnir urðu hins vegar að vaða yfir aurinn til að komast í aðra rútu, sem flutti fólkið áfram, en það var á leið suður á Keflavíkurflugvöll. "Þetta fór betur en á horfðist," sagði Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Höfða

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar