Veitingahúsaeftirlit

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Veitingahúsaeftirlit

Kaupa Í körfu

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu hefur stóreflt eftirlit með því að veitingamenn fari eftir ákvæðum nýrra laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og reglugerðum þeim tengdum. Um liðna helgi þræddi eftirlitsdeild lögreglunnar nánast alla staði í miðborginni allt upp undir Klapparstíg og niður fyrir Aðalstræti. Áhersla var lögð á gestir staðanna bæru ekki glerílát með sér út af stöðunum og var munnlegri viðvörun beint til rekstraraðila fimm skemmtistaða. Einn staður fékk skriflega áminningu, þar sem að rekstraraðilar hans fóru ekki að munnlegri viðvörun lögreglu. Mál staðarins verður tekið fyrir hjá eftirlitsdeild lögreglu í vikunni, en deildin getur beitt úrræðum á borð við tímabundna lokun og afturköllun rekstrarleyfis ef fyrirmælum lögreglu um úrbætur er ekki hlýtt. Að sögn Steinþórs Hilmarssonar, varðstjóra og rannsóknarlögreglumanns, er hið aukna eftirlit það sem koma skal. "Þetta er engin flugeldasýning sem líður undir lok þegar raketturnar eru búnar. Þetta heldur áfram og ef eitthvað verður meiri þungi og alvara í þessum málum í framtíðinni."| 2

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar