Fíkniefni í skútu - blaðamannafundur hjá LRH

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fíkniefni í skútu - blaðamannafundur hjá LRH

Kaupa Í körfu

ÁTTA Íslendingar hafa verið handteknir í þremur löndum í tengslum við eitt umfangsmesta fíkniefnamál sem upp hefur komið hér á landi. Magnið er það langmesta sem lagt hefur verið hald á af hörðum efnum hér á landi. Fimm mannanna voru handteknir hér á landi og sitja allir í gæsluvarðhaldi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru flestir úrskurðaðir í varðhald til 18. október nk., sem þykir fremur langur tími og til merkis um gríðarmikið umfang málsins. Ekki er loku fyrir það skotið að fleiri verði handteknir á næstu dögum. MYNDATEXTI Hörður Jóhannesson, Jón H. B. Snorrason, Stefán Eiríksson, Haraldur Johannessen, Friðrik Smári Björgvinsson og Jón Bjartmarz gerðu grein fyrir aðgerðum lögreglunnar á blaðamannafundi í gær

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar