Beið bana í árekstri á Holtavörðuheiði

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Beið bana í árekstri á Holtavörðuheiði

Kaupa Í körfu

BANASLYS varð í gærkvöldi þegar tveir bílar, pallbíll og fólksbíll, rákust saman á norðanverðri Holtavörðuheiðinni. Ekki er vitað um tildrög slyssins en lögreglan á Vestfjörðum vann að rannsókn í gærkvöldi. Slysið varð á áttunda tímanum í gærkvöldi og voru alls fimm manns í bílunum tveimur. Einn þeirra lést í árekstrinum. Auk lögreglu, sjúkraflutningamanna og slökkviliðs var þyrla Landhelgisgæslunnar send á staðinn og var flogið með tvo hinna slösuðu á Landspítala í Fossvogi en tveir fóru með sjúkrabifreið til Borgarness. Þar með hafa 11 látist í umferðinni í ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar