Félagsheimili Fáfnis

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Félagsheimili Fáfnis

Kaupa Í körfu

BYGGINGAFULLTRÚINN í Reykjavík var kallaður á vettvang eftir aðgerðir lögreglu við félagsheimili bifhjólaklúbbsins Fáfnis við Hverfisgötu og segist hann ekki hafa haft minnstu hugmynd um hvað var í gangi í húsinu og að þar væri verið að fara á svig við reglur sem gilda um breytingar á húsum. Er þar einkum átt við uppsetningu víggirðingar. Þá hafi hvorki verið komið á framfæri ábendingum né kvörtunum um þessar framkvæmdir við embætti byggingafulltrúa, hvað þá að Fáfnir hafi sótt um einhver leyfi. MYNDATEXTI Byggingafulltrúi mun taka girðingarmál Fáfnismanna til nánari skoðunar, nú þegar hann hefur frétt af málinu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur litlar áhyggjur af brunavarnamálum hússins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar