Eldur í nýbyggingu í Mörkinni.

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Eldur í nýbyggingu í Mörkinni.

Kaupa Í körfu

MIKILL viðbúnaður var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að tilkynnt var um eld í kjallara nýbyggingar í Mörkinni í Reykjavík aðfaranótt laugardags. Um er að ræða húsnæði í byggingu fyrir eldri borgara. Þrír dælubílar voru sendir á vettvang og kom fljótlega í ljós að eldurinn var staðbundinn en kviknað hafði í stórri rafmagnstöflu í kjallaranum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru tveir reykkafarar sendir til að slökkva eldinn og gekk það greiðlega enda enginn eldsmatur í grennd við töfluna. Mikinn reyk lagði frá eldinum og megn lykt lá yfir Mörkinni fram eftir nóttu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar