Ranka afhendir Stefáni bók

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ranka afhendir Stefáni bók

Kaupa Í körfu

ÚT ER komin bókin Aðgerð Pólstjarna eftir Ragnhildi Sverrisdóttur blaðamann. Bókin fjallar um þann atburð sem varð síðla sumars, þegar lögreglan gómaði fíkniefnasmyglara þegar þeir hugðust smygla miklu magni fíkniefna með skútu, sem lagðist að bryggju á Fáskrúðsfirði. Þessi aðgerð var afrakstur umfangsmikillar vinnu lögreglunnar, sem staðið hafði yfir mánuðum saman. Er þessu máli ítarlega lýst í bókinni. Það var því við hæfi að Ragnhildur afhenti Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins fyrsta eintak bókarinnar á lögreglustöðinni í gærmorgun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar