Óveður, Austurbæjarskóli

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Óveður, Austurbæjarskóli

Kaupa Í körfu

Björgunarsveitir á suðvesturhorni landsins stóðu í ströngu í fyrrinótt við að bjarga verðmætum og afstýra slysum en þá geisaði mikið óveður. Á fjórða hundrað hjálparbeiðnir bárust björgunarsveitum en þar af voru 150 á höfuðborgarsvæðinu. Fjúkandi hjólhýsi, fjaðradýnur og gámar voru meðal þess sem björgunarsveitarmenn þurftu að elta og festa niður. Þá fuku um 300 fermetrar af þaki Austurbæjarskóla og hafnaði brak m.a. á bíl sem stóð við Vitastíg. MYNDATEXSTI Fauk Mildi þykir að enginn slasaðist þegar þak fauk af Austurbæjarskóla. Bifreiðin undir er hins vegar ónýt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar