Krýsuvíkurvegur

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Krýsuvíkurvegur

Kaupa Í körfu

TVEIR slösuðust alvarlega í umferðarslysi um tíuleytið í gærmorgun. Slysið varð á Krýsuvíkurvegi en að sögn lögreglu virðist fólksbíll hafa ekið í veg fyrir malarflutningabíl með fyrrgreindum afleiðingum. Klippa þurfti flak fólksbílsins í sundur til að ná fólkinu út og tók sú aðgerð nokkurn tíma. Að sögn læknis á gjörgæsludeild í gærkvöldi hlaut fólkið alvarlega áverka. Var öðrum haldið í öndunarvél. Líðan þeirra var þó talin stöðug.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar