Umferðarslys

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Umferðarslys

Kaupa Í körfu

BETUR fór en á horfðist þegar sjúkrabifreið fór á hliðina eftir harðan árekstur við fólksbifreið laust fyrir klukkan hálftvö í gær. Sjúkrabíllinn, sem var í forgangsakstri á leið í útkall, var á leið vestur Hringbraut þegar fólksbíll á leið suður Njarðargötu ók inn í hlið hans með þeim afleiðingum að hann endaði á hliðinni uppi á eyju. Tveir sjúkraflutningamenn sem voru í sjúkrabílnum sluppu ómeiddir en ökumaður fólksbílsins, sem var einn í bílnum, var fluttur á slysadeild. Meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir eftir áreksturinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar