Norrænir lögreglunemar voru á vaktinni

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Norrænir lögreglunemar voru á vaktinni

Kaupa Í körfu

Norrænir lögreglunemar frá Noregi og Finnlandi ganga nú vaktir með íslenskum lögreglumönnum til að kynnast störfum lögreglunnar hér á landi. Heimsóknin er liður í NordCop, samstarfsverkefni lögreglunnar á Norðurlöndum. Nemendurnir heita Turid Sæther Hammerbeck og Madeleine Holmvik frá Noregi og Satu Järvelä og Antti-Pekka Kangas frá Finnlandi. Lögregluskólinn sér um móttöku þeirra og skipulagningu dvalarinnar sem stendur í mánuð. Norrænir nemar geta valið um hvert þeir vilja fara í námskynningu og nokkuð er um að þeir velji Ísland.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar