Leitað að meintu morðvopni í Hafnarfjarðarhöfn

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Leitað að meintu morðvopni í Hafnarfjarðarhöfn

Kaupa Í körfu

Hnífurinn sem notaður var til að ráða Hannesi Þór Helgasyni bana þann 15. ágúst síðastliðinn er enn ófundinn að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kafað hefur verið í Hafnarfjarðarhöfn eftir hnífnum síðan seinni part föstudags en Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játað hefur að hafa banað Hannes, sagðist í yfirheyrslum hafa fleygt hnífnum í höfnina. Segir Friðrik Smári að svæðið verði fínkembt áfram í kvöld en framhaldið sé ekki ráðið. Ákvörðun um áframhaldandi leit, finnist hann ekki í kvöld, verður tekin á morgun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar