Kirkjustræti Skúlahús

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Kirkjustræti Skúlahús

Kaupa Í körfu

Skúlahús sem stóð við Vonarstræti 12 var flutt um helgina á horn Kirkjustrætis og Tjarnargötu. Þingflokkur Vinstri grænna var síðast til húsa í Skúlahúsi sem Skúli og Theodóra Thoroddsen reistu fyrir rúmri öld. Húsið er á hinum svonefnda Alþingisreit. Í grein sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis ritaði í Morgunblaðið í fyrra kom fram að við fornleifauppgröft á Alþingsreitnum hafi komið í ljós veigameiri fornleifar en menn áttu von á þegar af stað var farið. Skúlahús er nú komið við hlið Skjaldbreiðar við Kirkjustræti 8. Segir Ásta Ragnheiður í greininni að með því sé komin mjög heildstæð götumynd af endurgerðum eldri húsum eftir öllu Kirkjustræti sem kallaðist á við velheppnaða endurgerð húsa á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar